27.4.2017

Heimsókn rússneskra þingmanna

Forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir, tók á móti rússneskum þingmönnum í Alþingishúsinu í gær, 26. apríl. Þingmennirnir áttu einnig fund með nefndarmönnum úr velferðarnefnd Alþingis og formönnum alþjóðanefnda. 

Heimsóknin er á vegum Norðurlandaráðs en markmiðið er að styrkja tengsl rússneskra þingmanna og þingmanna á Norðurlöndum. Þingmennirnir eru flestir frá ýmsum héraðsþingum í Norðvestur-Rússlandi, en líka frá ríkisþinginu í Moskvu. 

Heimsókn rússneskra þingmanna