21.8.2017

Fundur þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Lillehammer

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, sækir árlegan fund þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem haldinn er í Lillehammer 22. ágúst 2017 í boði Olemics Thommesens, forseta norska þingsins. 

Þingforsetarnir munu á fundinum gera grein fyrir því sem er efst á baugi í stjórnmálum í löndunum átta, auk þess að ræða samstarf þjóðþinganna.  Meðal annarra mála á dagskrá eru samstarf við þjóðþing í Austur-Evrópu, samstarf þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í alþjóðastarfi, stuðningur við Úkraínuþing og samskipti við Rússland, áskoranir í öryggismálum, ásamt öðru. Sérstakir gestir fundarins verða Thorbjørn Jagland, framkvæmdastjóri Evrópuráðsins, sem mun leiða umræður um aukna lýðhyggju í Evrópu, og Norbert Lammert, forseti þýska þingsins, sem flytur erindi um hlutverk þjóðþinga í Evrópu.Fundur þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

 ©Stortinget