13.10.2017

Forseti Alþingis hittir framkvæmdastjóra Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, átti í dag fund með Patriciu Espinosa, framkvæmdastjóra Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna.  Ræddu þær hlutverk kjörinna fulltrúa og þjóðþinga í baráttunni við loftslagsbreytingar en Alþingi samþykkti samhljóða fullgildingu Parísarsáttmálans á síðasta ári.  Þá ræddu þær jafnréttismál og hlutverk kvenna í baráttunni við umhverfisvár og loftslagsbreytingar. Sagði Espinosa Ísland geta lagt mikið af mörkum með þekkingu á umhverfismálum og jafnréttismálum.

Forseti Alþingis og framkvæmdastjóri Loftslagsstofnunar Sameinuðu þjóðanna