9.3.2018

Hátíðarfundur í þjóðþingi Litáens á fullveldisári

Guðjón S. Brjánsson, 1. varaforseti Alþingis, sækir sérstakan hátíðarfund þjóðþings Litháens, í boði forseta litháska þingsins, hr. Viktoras Pranckietis, sunnudaginn 11. mars. Litháen varð fullvalda og sjálfstætt ríki árið 1918, að lokinni fyrri heimsstyrjöld, en var hernumið af Sovétríkjunum í síðari heimsstyrjöld. Þann 11. mars 1990 samþykkti litháska þingið ályktun um endurreist sjálfstæðis landsins og var Ísland fyrst erlendra ríkja til að viðurkenna það.