11.4.2018

Fréttir frá þemaþingi Norðurlandaráðs

Þemaþing Norðurlandaráðs var haldið á Akureyri 9. og 10. apríl. Umfjöllunarefni þingsins var hafið, fréttir frá þinginu er að finna á vef Norðurlandaráðs.

Þingmenn í Íslandsdeild Norðurlandaráðs tóku þátt í þinginu.

Þemaþing Norðurlandaráðs eru haldin í apríl á ári hverju og helguð ákveðnu málefni. Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur þjóðþinganna. Ráðið skipa 87 fulltrúar frá öllum Norðurlöndum, einnig Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.

Norrænir fánar við Hof á Akureyri

© André Jamholt / norden.org