23.4.2018

Ráðstefna evrópskra þingforseta í Tallinn

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sækir ráðstefnu þingforseta aðildarríkja Evrópusambandsins sem haldin er í Tallinn í Eistlandi 23.–24. apríl. Þingforsetum frá EFTA-ríkjunum Íslandi, Noregi og Sviss er boðið sérstaklega til ráðstefnunnar að þessu sinni. 

Forseti Alþingis mun við þetta tækifæri eiga tvíhliða fund með Wolfgang Schäuble, forseta þýska Sambandsþingsins. Einnig er ráðgerður sérstakur fundur þingforseta EFTA-ríkjanna sem sækja ráðstefnuna að þessu sinni; þeirra Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, Tone Wilhelmsen Trøen, forseta norska Stórþingsins, og Dominique de Buman, forseta neðri deildar svissneska þingsins.