17.9.2018

Fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB

Tólfti fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB fer fram þriðjudaginn 18. september í Hörpu og hefst hann kl. 9:30. Á fundinum verður m.a. fjallað um samskipti Íslands og ESB, Brexit, jafnréttismál, viðskiptamál og alþjóðamál.

Fundurinn er opinn fjölmiðlum.

Í sameiginlegri þingmannanefnd Íslands og ESB sitja af hálfu Alþingis Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formaður, Smári McCarthy, varaformaður, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Brynjar Níelsson, Gunnar Bragi Sveinsson, Hanna Katrín Friðriksson, Jón Gunnarsson, Logi Einarsson og Silja Dögg Gunnarsdóttir.