30.10.2018

Fundur norrænna þingforseta í Ósló

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, verður við setningu 70. þings Norðurlandaráðs í Ósló ásamt öðrum forsetum þjóðþinga Norðurlanda. Þá munu norrænu þingforsetarnir eiga fund, í tengslum við Norðurlandaráðsþing, og verður aðalumræðuefni fundarins nýleg skýrsla um traust og félagsauð á Norðurlöndum.

Nordiske-parlamentspresidenter-2018Forsetar þjóðþinga Norðurlandanna.
@ Morten Brakestad.