31.10.2018

Norðurlandaráðsþing í Ósló

70. þing Norðurlandaráðs fer fram í Stórþinginu í Ósló dagana 30. október til 1. nóvember. Fulltrúar Alþingis á Norðurlandaráðsþingi að þessu sinni eru Anna Kolbrún Árnadóttir, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Ísleifsson, Steinunn Þóra Árnadóttir og Vilhjálmur Árnason. Með í för er einnig Helgi Þorsteinsson, starfsmaður skrifstofu Alþingis. Á meðal viðfangsefna þingsins eru ógnir við lýðræðið, frjáls för á Norðurlöndum og norrænt löggjafarsamstarf.

Fleiri myndir frá Norðurlandaráðsþinginu má sjá á Flickr-síðu norska Stórþingsins.

Stortinget-Nordurlandaradsthing-2018

@ Stortinget