26.11.2018

Hópur af heimsþingi kvenleiðtoga í heimsókn á Alþingi

Alþingi fékk góða gesti nú í morgun þegar hópur kvenna af heimsþingi kvenleiðtoga, Women Political Leaders Global Forum, kom í skoðunarferð um Alþingishúsið. Nokkrar alþingiskonur, forseti Alþingis og starfsmenn skrifstofu Alþingis tóku á móti gestunum, sýndu þeim Alþingishúsið og sögðu frá störfum þingsins. Heimsþingið er haldið í Hörpu dagana 27.–28. nóvember og í því taka þátt yfir 400 kvenleiðtogar frá um 100 löndum.

Til þingsins er boðið alþjóðlegum kvenleiðtogum úr stjórnmálum, auk kvenleiðtoga úr viðskiptum, menningu, vísindum, tækni og fleiri sviðum þjóðlífsins. Þingið er haldið í samstarfi heimssamtaka kvenleiðtoga – WPL, ríkisstjórnar Íslands og Alþingis.

Allar frekari upplýsingar um dagskrá, hliðarviðburði og skipulag má finna á vefsíðu heimsþingsins.
https://womenleaders.global/

IMG_0573IMG_0562

IMG_0559_edited