18.3.2019

Heimsókn framkvæmdastjóra Alþjóðaþingmannasambandsins í Alþingi

Martin Chungong, framkvæmdastjóri Alþjóðaþingmannasambandsins, IPU, heimsótti Alþingi í dag, mánudaginn 18. mars, þar sem hann átti fund með formönnum, eða fulltrúum, þingflokka. Á fundinum ræddi hann jafnréttismál í þjóðþingum og mikilvægi þess að berjast gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun. Í framhaldi átti hann hádegisverðarfund með þingmönnum í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins og síðan mun hann eiga kvöldverðarfund með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis.

Martin Chungong er í heimsókn á Íslandi í boði stjórnmálaflokkanna og var sérstakur gestur á #MeToo ráðstefnu samstarfsvettvangs flokkanna í morgun.

Nánari upplýsingar um Alþjóðaþingmannasambandið má nálgast á vefsíðu þess og á síðu Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins.

Martin-Chungong-frkvstj-IPU-og-fulltruar-thingflokka

Fulltrúar þingflokkanna hittu Martin Chungong, framkvæmdastjóra Alþjóðaþingmannasambandsins, á stuttum fundi.

Fundur-Islandsdeildar-IPU-m-Martin-Chungong-frkvstj-IPU18032019

Arna Gerður Bang, ritari Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins, þingmennirnir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Helga Vala Helgadóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, öll í Íslandsdeild Alþjóðaþingmannasambandsins, ásamt Martin Chungong, framkvæmdastjóra Alþjóðaþingmannasambandsins.