4.4.2019

Forseti Alþingis sækir Svartfjallaland heim 3.–6. apríl

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn í Svartfjallalandi dagana 3. –6. apríl 2019 í boði Ivan Brajović, forseta þjóðþings Svartfjallalands. Með forseta í för eru Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokks Samfylkingar, og Jörundur Kristjánsson, forstöðumaður skrifstofu forseta Alþingis.
Á dagskrá heimsóknarinnar eru m.a. fundir með forseta þjóðþings Svartfjallalands, Ivan Brajović, og Milo Đukanović, forseta lýðveldisins. Einnig eru ráðgerðir fundir með formönnum fastanefnda þingsins og fulltrúum þingflokka. 

Íslendingar voru fyrstir þjóða til að viðurkenna sjálfstæði Svartfjallalands, árið 2006, og samstarf þinganna er margvíslegt á vettvangi alþjóðlegs þingmannasamstarfs. Árlega hittast forsetar þjóðþinga evrópskra smáríkja á fundi en að þeim vettvangi eiga aðild þjóðþing ríkja Evrópuráðsins með íbúafjölda undir einni milljón.

Ritad-i-gestabok
Ritað í gestabók.

Fundur-thingforseta
Á fundi þingforseta.

Bladamannafundur
Á blaðamannafundi.