11.6.2019

Heimsókn aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Alþingi

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók á móti Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins í Alþingi í dag, þriðjudaginn 11. júní. Stoltenberg átti í kjölfarið fund með fulltrúum utanríkismálanefndar og formanni Íslandsdeildar NATO-þingsins.
 
Síðar í dag verður opinn fundur með Stoltenberg í Norræna húsinu á vegum Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, Varðbergs og utanríkisráðuneytisins undir yfirskriftinni NATO og Ísland í 70 ár: Öflug samvinna á óvissutímum.

Gengid-inn

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók á móti Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins, fyrir utan Alþingishúsið. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, bauð Stoltenberg velkominn.

Gestabok_editedStoltenberg ritaði nafn sitt í gestabók Alþingis.

Fundur-med-utanrikismalanefndJens Stoltenberg á fundi með fulltrúum utanríkismálanefndar Alþingis og formanni Íslandsdeildar NATO-þingsins.

IMG_8540Að afloknum fundi.