12.6.2019

Forseti Þýskalands heimsækir Alþingi

Forseti Þýskalands, hr. Frank-Walter Steinmeier, heimsótti Alþingi í dag og átti fund með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis. Ræddu þeir meðal annars tvíhliða samskipti þjóðþinganna, sem hafa verið með miklum ágætum um langt árabil, endurreisn íslensks efnahags eftir hrun og áskoranir í alþjóðamálum. Að loknum fundi þeirra ritaði forseti Þýskalands í gestabók Alþingis og fylgdist með þingfundi af pöllum. Var hann ávarpaður á þingfundi af Steingrími J. Sigfússyni og risu þingmenn úr sætum í virðingarskyni við forsetann og þýsku þjóðina.

Forseti-Thyskalands-12.-juni-2019.17

Frank-Walter Steinmeier, forseti Þýskalands, ritar í gestabók Alþingis og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, fylgist með.

Forseti-Thyskalands-12.-juni-2019.21

Forsetinn fylgist með þingfundi af áheyrendapöllum.

Forseti-Thyskalands-12.-juni-2019.23Forseti Alþingis ávarpar gestinn úr forsetastól.

Forseti-Thyskalands-12.-juni-2019.24-800x600

Þingmenn rísa úr sætum í virðingarskyni við forsetann og þýsku þjóðina.

Forseti-Thyskalands-12.-juni-2019.32Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, og gesturinn Frank-Walter Steinmeier Þýskalandsforseti glaðir í bragði.