9.6.2022

Álandseyjaþing 100 ára

Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti Alþingis, sækir Álandseyjar heim í boði Bert Häggblom, forseta lögþings Álandseyja, í dag, 9. júní. Þann dag árið 1922 var lögþingið stofnað og fagna Álendingar sjálfstjórnardeginum 9. júní ár hvert. Til viðburðarins er boðið forsetum norrænu þjóðþinganna auk forseta Finnlands og sænsku konungshjónanna.

Alandseyjathing-100-ara-2022-06-09_5

Oddný G. Harðardóttir, 1. varaforseti Alþingis, Bert Häggblom, forseti lögþings Álandseyja, og Pia Häggblom, eiginkona hans.