6.9.2022

Alþjóðlegur leiðtogafundur Norðurlandaráðs um Úkraínu

Stríð Rússa í Úkraínu er í brennidepli á fundum Norðurlandaráðs í Reykjavík dagana 5.–7. september, m.a. á alþjóðlegum leiðtogafundi með þingmönnum frá Eystrasaltsríkjunum ásamt fulltrúum frá Úkraínu og stjórnarandstöðunni í Rússlandi og Belarús.

Leiðtogafundurinn stendur í tvo daga en markmiðið með honum er m.a. að fá nýjustu fréttir af stöðu mála í Úkraínu en einnig af baráttu stjórnarandstæðinga í Rússlandi og Belarús og ræða saman um það sem er framundan. Þá verður rætt hvernig Eystrasaltsríkin og Norðurlönd gætu stuðlað að jákvæðri þróun til framtíðar á þessum slóðum.

Norðurlandaráð og Eystrasaltsþingið standa að fundinum. Náið samstarf er milli þessara þingmannasamtaka og koma þau saman á hverju ári. Vegna innrásar Rússa í Úkraínu var fulltrúum Úkraínu og talsmönnum stjórnarandstæðinga í Belarús og Rússlandi einnig boðin þátttaka að þessu sinni.

Nánar í frétt á vef Norðurlandaráðs

Althjodlegur-leidtogafundur-Nordurlandarads-um-Ukrainu-06092022

Oddný G. Harðardóttir, varaformaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, úkraínska fjölmiðlakonan Elina-Alem Kent, úkraínska þingkonan Lesia Vasylenko, Bryndís Haraldsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, og Hanna Katrín Friðriksson, í Íslandsdeild Norðurlandaráðs.