18.6.2021

Ársfundur heimssamtaka kvenleiðtoga

Ársfundur samtakanna Women Political Leaders 2021 verður haldinn mánudaginn 21. júní og er að þessu sinni rafrænn. Um 120 leiðtogar úr stjórnmálum, viðskiptum og alþjóðasamstarfi eru meðal ræðumanna og hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu

Þórunn Egilsdóttir flytur yfirlýsingu Alþingis fyrir hönd þingflokka. Í ávarpi sínu gerir hún meðal annars að umtalsefni stöðu jafnréttismála og mikilvægi þátttöku kvenna í endurreisninni eftir heimsfaraldurinn. 

Ávarp Þórunnar