29.5.2018

Forsætisráðherra Eistlands heimsækir Alþingi

Heimsókn Jüri Ratas, forsætisráðherra EistlandsSteingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók á móti Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands, í Alþingi í dag. Ratas færði Alþingi og íslensku þjóðinni þakkir fyrir stuðning við endurreisn sjálfstæðis Eistlands við upphaf tíunda áratugarins en í ár fagna Eistlendingar því að 100 ár eru frá því að lýst var yfir sjálfstæði frá Rússlandi, sama ár og Ísland varð sjálfstætt og fullvalda – árið 1918. Ræddu þeir samstarf Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna og möguleika á frekara samstarfi, til dæmis á sviði vísindasamvinnu, og gerði forsætisráðherrann grein fyrir reynslu Eistlendinga af rafrænum kosningum. Fyrr í dag átti Ratas fund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráherra, ásamt því að heimsækja forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Bessastaði.Heimsókn Jüri Ratas, forsætisráðherra Eistlands