3.11.2021

Forsetar þjóðþinga Norðurlanda funda í Kaupmannahöfn

Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis, sækir þing Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn og fund norræna þingforseta í boði Henrik Dam Kristensen, forseta danska þingsins, 2.–3. nóvember 2021.

Á dagskrá fundar þingforsetanna var samstarf þjóðþinganna á norrænum vettvangi ásamt því sem efst er á baugi í þjóðþingunum. Sérstakur gestur fundarins var Tomasz Grodzki, forseti öldungadeildar pólska þingsins, sem greindi frá stöðu mála í samskiptum Póllands og Hvíta-Rússlands annars vegar og Póllands og ESB hins vegar. Þá kom Bertel Haarder, forseti Norðurlandaráðs, á fund þingforsetanna. Rakti hann áherslur dönsku formennskunnar og gerði grein fyrir fjármálum norræns samstarfs.

Fundur-norraenna-thingforseta_1Henrik Dam Kristensen, forseti danska þingsins, Eva Kristin Hansen, forseti norska þingsins og Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis.

Fundur-norraenna-thingforseta_2Á fundarstað í Kristjánsborgarhöll, Ragna Árnadóttir, skrifstofustjóri Alþingis, og Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis, yst til hægri.

Fundur-norraenna-thingforseta_3Í þingsalnum: Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, í ræðustól og Bertel Haarder, forseti Norðurlandaráðs, í forsetastól.