18.9.2018

Forseti Alþingis heimsækir Færeyjar

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, heimsækir Færeyjar í dag, 18. september, í boði Páls á Reynatúgvu, forseta færeyska Lögþingsins.

Ásamt því að sækja Lögþingið heim og eiga fund með Páli, forseta þess, mun Steingrímur funda með Aksel V. Johannesen, lögmanni Færeyja, og Høgna Hoydal, sjávarútvegsráðherra. Að lokinni heimsókn til Færeyja heldur Steingrímur til fundar forseta þjóðþinga evrópskra smáríkja í Liechtenstein. 

Steingrímur J. Sigfússon og Páll á ReynatúgvuSteingrímur J. Sigfússon og Páll á Reynatúgvu