27.10.2016

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Liechtenstein

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, er í opinberri heimsókn í Liechtenstein 27. október í boði Alberts Frick, forseta þjóðþings landsins. Forseti Alþingis sótti þingið heim í morgun og átti fund með þingforseta.

Ræddu þeir meðal annars samstarf þjóðþings Liechtenstein og Alþingis á vettvangi EES samstarfsins og á reglubundnum fundum þingforseta evrópskra smáríkja.  Þá átti forseti Alþingis fund með utanríkisráðherra Liechtenstein, Aureliu Frick.  Ræddu þau samvinnu þjóðanna á vettvangi Evrópska efnahagssvæðisins, stöðu þess og framtíð.

Forseti Alþingis í opinberri heimsókn í Liechtenstein