3.9.2019

Forseti Alþingis sækir árlegan fund forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sótti árlegan fund forseta þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem að þessu sinni var haldinn í Eistlandi 2.–3. september, í boði forseta þingsins.

Forseti Alþingis flutti framsögu um stöðu umhverfis- og öryggismála á norðurslóðum og lagði sérstaka áherslu á áskoranir ríkja í ljósi loftslagsbreytinga og afleiðingar þeirra á öryggismál á svæðinu.

Önnur mál á dagskrá fundarins voru meðal annars umræður um það sem efst er á baugi í stjórnmálum og starfi þjóðþinganna á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. Einnig var sérstök umræða um stöðu mála í Evrópu, m.a. svæðisbundin öryggismál og viðbrögð við fyrirhugaðri útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og EES, auk þess sem þingforsetarnir ræddu samstarf þinganna átta í alþjóðastarfi.

Forsetar-thjodthinga-Nordurlanda-og-Eystrasaltsrikja-03092019Forsetar þjóðþinga Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna.