12.10.2018

Forseti öldungadeildar pólska þingsins heimsækir Alþingi

Stanislaw Karczewski, forseti öldungadeildar pólska þingsins, sækir Ísland heim dagana 12.-14. október ásamt sendinefnd öldungadeildarþingmanna, menntamálaráðherra Póllands og aðstoðarutanríkisráðherra. Hann heimsótti Alþingi föstudaginn 12. október og átti þar fund með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis og forsætisnefnd. Einnig sækir forseti öldungadeildarinnar forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, heim á Bessastaði. 

Karczewski verður heiðursgestur á hátíðarhöldum sem sendiráð Póllands stendur fyrir á laugardag í tilefni 10 ára afmælis pólska skólans á Íslandi. Hann mun einnig eiga fundi með fulltrúum pólska samfélagsins á Íslandi og heimsækja Þingvelli á meðan á dvöl hans stendur.

Stanislaw Karczewski og Steingrímur J. SigfússonStanislaw Karczewski, forseti öldungadeildar pólska þingsins, og Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis.

Koma-i-hus

Pólska sendinefndin gengur inn í Alþingishúsið.

GestabokStanislaw Karczewski ritar nafn sitt í gestabók Alþingis.

GjofSteingrímur J. Sigfússon afhendir Stanislaw Karczewski Íslendingasögurnar í enskri þýðingu að gjöf frá Alþingi.