28.11.2017

Forseti þjóðþings Lettlands heimsækir Alþingi

Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, tók á móti forseta þjóðþings Lettlands, fr. Inöru Murniece, í Alþingishúsinu í dag. Forseti lettneska þingsins sækir heimsþing alþjóðasamtakanna WPL, Women Political Leaders Global Forum, sem haldið er í Hörpu 29.–30. nóvember í samstarfi við Alþingi og ríkisstjórn Íslands. Á fundi sínum ræddu forsetarnir samband þjóðþinganna, jafnt tvíhliða sem á grundvelli samstarfsvettvangs þjóðþinga Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Þakkaði Inara Murniece sérstaklega stuðning Íslands við sjálfstæði Lettlands árið 1991.Heimsókn forseta þjóðþings Lettlands