4.9.2017

Forseti þjóðþings Sviss í heimsókn í Alþingi

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, átti í dag fund með svissneskum starfsbróður sínum, Jürg Stahl, forseta neðri deildar svissneska þingsins.  Þau ræddu meðal annars tvíhliða samskipti þjóðþinganna og samstarf á vettvangi Fríverslunarsamtaka Evrópu, EFTA.  Forseti þjóðþings Sviss mun síðar í dag hitta sérfræðinga utanríkisráðuneytis í málefnum EFTA að máli og heimsækja hr. Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, á Bessastaði.  Þá mun hr. Stahl eiga fund með alþingismönnum í Íslandsdeild þingmannanefnda EFTA og EES. 

Forseti þjóðþings Sviss, Jürg Stahl, og forseti Alþingis, Unnur Brá Konráðsdóttir.