11.10.2019

Franskir öldungadeildarþingmenn heimsækja Alþingi

Frönsku öldungadeildarþingmennirnir Jean Bizet og André Gattolin áttu í morgun fund í Alþingishúsinu með Steingrími J. Sigfússyni, forseta Alþingis, en þeir eru staddir hér á landi í tengslum við ráðstefnuna Hringborð norðurslóða (Arctic Circle). Með þeim í för var starfsmaður Evrópunefndar franska þingsins og sendiherra Frakka á Íslandi. Fundurinn var bæði gagnlegur og innihaldsríkur og í framhaldinu funduðu þeir með utanríkismálanefnd Alþingis.

Formadur-utanrikismalanefndar-oldungadeildar-franska-thingsins