10.5.2019

Fundir varnar- og öryggismálanefndar NATO-þingsins á Íslandi 8.-10. maí

Varnar- og öryggismálanefnd NATO-þingsins fundar á Íslandi dagana 8.-10. maí 2019. Meðal umræðuefna á fundum nefndarinnar eru öryggismál á norðurslóðum, leitar- og björgunarmál, norðurslóðastefna Íslendinga og formennska í Norðurskautsráðinu. Á fimmtudag átti nefndin fund með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra sem kynnti m.a. formennskuáætlun Íslands í Norðurskautsráðinu og helstu áherslur. Þá fundaði nefndin með fulltrúum utanríkismálanefndar Alþingis. Enn fremur heimsótti nefndin Nesjavallavirkjun og ræddi orkumál.

Jafnframt tók forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, á móti nefndinni á Bessastöðum.

Nefndin samanstendur af þingmönnum frá aðildarríkjum NATO.

Njáll Trausti Friðbertsson er formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður og fulltrúi Íslandsdeildar í varnar- og öryggismálanefndinni.

NATO-hopur-09052019_2