20.9.2018

Fundur forseta þjóðþinga evrópskra smáríkja í Liechtenstein

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, sækir í dag, 20. september, árlegan fund forseta þjóðþinga evrópskra smáríkja, sem að þessu sinni er haldinn í Vaduz í Liechtenstein. Fundinn sækja forsetar þjóðþinga aðildarríkja Evrópuráðsins með íbúafjölda undir einni milljón. 

Á dagskrá fundarins er meðal annars umræða um mikilvægi fullveldisins, lýðræðisþáttöku almennings og utanríkissamskipti smáríkja. Til fundarins býður Albert Frick, forseti þjóðþings Liechtensteins, og til hans er boðið forsetum þjóðþinga Andorra, Íslands, Kýpur, Lúxemborgar, Mónakó, Möltu, San Marínó og Svartfjallalands.

Forsetar þjóðþinga evrópskra smáríkja

Ljósmynd © Þing Liechtenstein

Forsetar þjóðþinga evrópskra smáríkja á árlegum fundi.