10.6.2016

Fundur Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins með mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins fundaði í dag með Nils Muiznieks, mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins. Á dagskrá voru mannréttindi fatlaðra á Íslandi, þar á meðal staða mála varðandi fullgildingu Íslands á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Jafnframt var rætt um löggjöf gegn mismunun á Íslandi og skipulag mannréttindaverndar hér á landi.

Íslandsdeild Evrópuráðsþingsins með mannréttindafulltrúa Evrópuráðsins