20.9.2022

Fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB

Fjórtándi fundur sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB fer fram miðvikudaginn 21. september í Hörpu og hefst hann kl. 9:00. Á fundinum verður m.a. fjallað um samskipti Íslands og ESB, orkumál og loftslagsbreytingar og innrásina í Úkraínu. Fundurinn er opinn fjölmiðlum.

Í sameiginlegri þingmannanefnd Íslands og ESB sitja af hálfu Alþingis Bjarni Jónsson, formaður, Ingibjörg Isaksen, varaformaður, Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Jakob Frímann Magnússon, Logi Einarsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.