13.6.2022

Fundur þingforseta evrópskra smáríkja í Mónakó

Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. varaforseti Alþingis, sækir árlegan fund forseta þjóðþinga evrópskra smáríkja sem haldinn er í Mónakó 13.–14. júní 2022. Á dagskrá fundar eru m.a. umræður um mikilvægi aukinnar forystu kvenna í stjórnmálum og atvinnulífi, áhrif heimsfaraldursins á störf þjóðþinga og hlutverk ferðaþjónustu í efnahag minni ríkja.

Fundurinn er árlegur samráðsvettvangur þjóðþinga evrópskra smáríkja, með íbúafjölda undir einni milljón, sem eru aðilar að Evrópuráðinu. Að þessum vettvangi þjóðþinga eiga aðild, auk Alþingis, þjóðþing Andorra, Kýpur, Liechtenstein, Lúxemborgar, Möltu, Mónakó, San Marínó og Svartfjallalands.

Fundur-thingforseta-evropskra-smarikja-i-Monako_13.06.2022Stéphane Valeri, forseti Mónakóþings, og Líneik Anna Sævarsdóttir, 2. varaforseti Alþingis.