21.8.2015

Fundur þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja í Stokkhólmi

Kristján L. Möller, 1. varaforseti Alþingis, sækir árlegan fund þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja sem haldinn er í Stokkhólmi 20.-21. ágúst 2015 í boði Urban Ahlin, forseta sænska þingsins. 

Þingforsetarnir munu á fundinum gera grein fyrir því sem er efst á baugi í stjórnmálum í löndunum átta, auk þess að ræða samstarf þjóðþinganna.  Meðal annarra mála á dagskrá fundarins er Úkraínudeilan og samskipti við Rússland, ásamt stöðu efnahagsmála í Evrópu, uppgangur öfgaafla og hryðjuverkaógn.  Þá mun Kristján L. Möller kynna dagskrá heimsráðstefnu þingforseta sem haldin verður í New York í byrjun september og gera grein fyrir starfi undirbúningshóps um ráðstefnuna sem Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, á sæti í. Fundur þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja

©Melker Dahlstrand.