23.5.2017

Fundur þingmannanefndar EES

Fundur þingmannanefndar EES er haldinn í dag í Hörpu. Til umræðu á fundinum er m.a. þróun EES-samningsins, efnahagslegar og pólitískar áskoranir innri markaðarins, málefni Norðurslóða og orkumál.

Þing­manna­nefnd EES hefur það hlutverk að fylgjast með framkvæmd og þróun EES-samningsins og gefa álit sitt á EES-málum. Nefndin hittist tvisvar á ári, en framkvæmdastjórn hennar hittist á milli funda nefndarinnar. Nefndin hefur frumkvæði að því að semja skýrslur um málefni sem hún hefur viljað skoða sérstaklega. Ályktanir sem samþykktar eru á grundvelli þessara skýrslna eru síðan sendar ráðherraráði EES, sameiginlegu EES-nefndinni, þingum EFTA-EES-ríkjanna, Evrópu­þinginu og utanríkis­viðskiptanefnd þess sem og Evrópu­nefndum þjóðþinga ESB.

Af hálfu Alþingis sækja fundinn Hanna Katrín Friðriksson, formaður, Páll Magnússon, Smári McCarthy, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Bjarnason.

Fundur þingmannanefndar EES