30.11.2018

Heimsókn færeyskra sveitarstjórnarmanna

Sveitarstjórnarmenn frá Rúnavík í Færeyjum heimsóttu Alþingi 30. nóvember og hittu Steingrím J. Sigfússon, forseta Alþingis, ásamt Guðjóni S. Brjánssyni, 1. varaforseta og formanni Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins, og Bryndísi Haraldsdóttur, 6. varaforseta og nefndarmanni í Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins. Fyrir hópnum frá Færeyjum fór Tórbjørn Jacobsen sveitarstjóri og fyrrum Lögþingsmaður, sem var um tíma mennta- og menningarmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Færeyja.

Faereyskir-sveitarstjornarmenn-30112018