13.6.2016

Heimsókn forseta Alþingis á slóðir Vestur-Íslendinga í Kanada 14.–19. júní

Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, og Sigrún J. Þórisdóttir, eiginkona hans, eru heiðursgestir félags Vestur-Íslendinga í Kanada 14.–19. júní 2016. Þau munu, á meðan á dvöl þeirra stendur, heimsækja Vestur-Íslendinga í Winnipeg, Gimli, Árborg og Riverton í Kanada, auk þess að heimsækja Íslendingabyggðir í Norður-Dakóta í Bandaríkjunum.

Á þjóðhátíðardaginn 17. júní mun forseti Alþingis flytja hátíðarræðu við styttu Jóns Sigurðssonar fyrir framan þinghúsið í Winnipeg. Þá mun forseti Alþingis jafnframt eiga fund með forseta fylkisþings Manitoba, Myrnu Driedger.