20.2.2018

Heimsókn forseta grænlenska þingsins

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók í morgun á móti Lars-Emil Johansen, forseta Inatsisartut, í Alþingishúsinu. Ræddu þeir samstarf þinganna og landanna, einkum á vettvangi Vestnorræna ráðsins. 

Lars-Emil átti fyrr í morgun fund með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum og hitti í hádeginu Íslandsdeild Vestnorræna ráðsins. Lars-Emil Johansen, forseta grænlenska þingsins og forseti Alþingis, Steingrímur J. Sigfússon.