11.10.2017

Forseti Alþingis tekur á móti bandarískum öldungadeildarþingmanni

Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, tók í dag á móti bandaríska öldungadeildarþingmanninum Lisu Murkowski frá Alaska.  Lisa Murkowski er einn ötulasti talsmaður Norðurslóða á Bandaríkjaþingi og ræddu þær Unnur Brá hagsmuni svæðisins og mikilvægi samvinnu þingmanna á heimsskautasvæðinu.

  Unnur Brá gerði grein fyrir sýn sinni á þróun þingmannasamstarfs á Norðurslóðum sem þyrfti að vera árangursmiðað og vísaði í starf Vestnorræna ráðsins í því samhengi, en hún gegndi formennsku í ráðinu á síðasta kjörtímabili.  Þá ræddu þær stöðuna í stjórnmálum á Íslandi og Bandaríkjunum.

Unnur Brá Konráðsdóttir og Lisa Murkowski