29.3.2019

Heimsókn pólskra þingmanna

Þingmenn sem eiga sæti í nefnd pólska þingsins um málefni Pólverja búsettra erlendis er í heimsókn á Íslandi á vegum sendiráðs Póllands í Reykjavík. Hafa þingmennirnir átt fundi með fulltrúum pólska samfélagsins á Íslandi og heimsóttu í dag Alþingishúsið þar sem þeir fengu fræðslu um Alþingi og funduðu með alþingismönnum.

Rædd voru málefni pólska samfélagsins, svo sem tungumálakennsla, fræðsla og viðurkenning starfsréttinda, auk menningarsamskipta og viðskipta milli Íslands og Póllands. Pólverjar búsettir á Íslandi eru fjölmennasti hópur nýbúa og telja rúmlega 17 þúsund.

Heimsokn-polskrar-sendinefndar-2_29032019

Pólsku þingmennirnir stilltu sér upp til myndatöku í forsal Alþingishússins ásamt nokkrum íslenskum starfssystkinum sínum.