20.3.2017

Heimsókn þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Georgíu

Steingrímur J. Sigfússon, 1. varaforseti Alþingis, verður í vinnuheimsókn í Georgíu 20.–22. mars 2017 ásamt þingforsetum Norðurlanda og Eystrasaltsríkja. Ferðin er hluti af sameiginlegu verkefni þingforseta landanna og er markmið hennar að styðja við lýðræðisþróunina í Georgíu.

Þingforsetarnir munu meðal annars eiga fundi með Irakli Kobakhidze, forseta þjóðþings Georgíu, Giorgi Margvelashvili, forseta landsins, og Giorgi Kvirikashvili, forsætisráðherra Georgíu. Jafnframt munu þingforsetarnir hitta að máli fulltrúa frjálsra félagasamtaka og ræða mannréttindi, málefni minnihlutahópa, kvenréttindi og umhverfisvernd. Einnig er ráðgerð heimsókn til bæjarins Khurvaleti sem liggur við mörk Suður-Ossetíu og ræða við eftirlitssveit á vegum Evrópusambandsins.

Heimsókn þingforseta Norðurlanda og Eystrasaltsríkja til Georgíu