14.5.2018

Heimsókn utanríkismálanefndar til London og Edinborgar

Utanríkismálanefnd Alþingis heimsækir London og Edinborg dagana 14.–18. maí 2018. Í London munu nefndarmenn eiga fundi með fulltrúum utanríkismálanefndar, alþjóðaviðskiptanefndar, varnarmálanefndar og nefndar um útgöngu Bretlands úr ESB (Brexit) í neðri deild breska þingsins og með Evrópunefnd lávarðadeildarinnar. Þá mun nefndin eiga fund með breska utanríkisráðuneytinu. Í Edinborg mun utanríkismálanefnd funda með forseta skoska þingsins, utanríkismálanefnd og nefnd um Brexit auk ráðherra skosku stjórnarinnar sem fer með utanríkissamskipti. Í heimsókninni til London og Edinborgar verður m.a. fjallað um stöðu útgönguferlis Bretlands úr ESB, tvíhliða samskipti Íslands og Bretlands, alþjóðaviðskiptamál og öryggis- og varnarmál.

Fyrir hönd utanríkismálanefndar taka þátt í heimsókninni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir formaður, Rósa Björk Brynjólfsdóttir, Logi Einarsson, Ari Trausti Guðmundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Smári McCarthy og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.

Fulltrúar utanríkismálanefndar