3.5.2018

Heimsókn vinahóps öldungadeildar franska þingsins

Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, tók í dag á móti fjórum þingmönnum úr vinahópi Íslands og Norðurlanda í öldungadeild franska þingsins sem eru í vinnuheimsókn á Íslandi. Heimsókn vinahóps öldungadeildar franska þingsins

Forseti Alþingis átti, ásamt Guðjóni S. Brjánssyni, 1. varaforseta Alþingis, fund með frönsku þingmönnunum þar sem rædd voru vinatengsl Frakklands og Íslands og samskipti þjóðþinganna. Einnig voru málefni norðurslóða og barátta gegn loftlagsbreytingum rædd og voru hinir erlendu gestir áhugasamir um endurreisn íslensks efnahags eftir hrun, uppgang ferðaþjónustu og nýsköpun í sjávarútvegi.Heimsókn vinahóps öldungadeildar franska þingsins.