19.11.2019

Heimsþing kvenleiðtoga hafið í Reykjavík

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setti heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavík Global Forum – Women Leaders, í Hörpu í morgun. Þingið er haldið dagana 18.–20. nóvember í samstarfi heimssamtaka kvenleiðtoga – WPL, ríkisstjórnar Íslands og Alþingis. Þátt taka kvenleiðtogar frá yfir 80 löndum, úr stjórnmálum, viðskiptum, menningu, vísindum, tækni og af fleiri sviðum þjóðlífsins. Skráðir þátttakendur eru yfir 450 talsins, þar á meðal allar þingkonur á Alþingi.


Katrin-heimsthing-2019 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu 18.–20. nóvember 2019.

Lilja Rafney Magnúsdóttir flytur ræðu á heimsþingi kvenleiðtoga í Hörpu 19. nóvember.Lilja Rafney Magnúsdóttir var talsmaður Alþingis og lagði áherslu á mikilvægi samstöðu kvenna og hlutverk þeirra í áskorunum samtímans, svo sem baráttunni gegn loftlagsbreytingum.