1.12.2017

Heimsþingi WPL lýkur í Hörpu

Undanfarna tvo daga hafa um 400 þingkonur og þjóðarleiðtogar fundað í Hörpu en ársþing alþjóðasamtakanna WPL, Women Political Leaders Global Forum, er haldið í samstarfi við Alþingi og ríkisstjórn Íslands.  Er þetta fjölmennasta heimsþing sem samtökin hafa haldið. Samhliða var fundur CWWL, samtaka kvenþjóðarleiðtoga, haldinn í Alþingishúsinu.

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, er sérstakur verndari heimsþingsins og voru henni veitt sérstök heiðursverðlaun á þinginu.

Katrín Jakobsdóttir tekur við viðurkenningu frá WPL

Vigdís Finnbogadóttir veitir Katrínu Jakobsdóttur  viðurkenningu á heimsþingi WPL

Í gær sæmdi Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra gullmerki CWWL, á þingi WPL í Hörpu.  Við sama tækifæri var Katrínu veitt sérstök viðurkenning WPL.

Forseti Alþingis ávarpar hóp stúlkna  í Gir2Leader hópnum

Girl2Leader hópurinn í Alþingisgarðinum

Jafnframt komu tæplega áttatíu ungmenni á Alþingi í gær og sóttu viðburð á vegum Girl2Leader átaksins.  Átakið #Girl2Leader hvetur ungar stúlkur til dáða og þátttöku á opinberum vettvangi. 

Vigdís Finnbogadóttir ávarpar stúlkur í Girl2Leader hópnum

Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sagði þeim frá sínum fyrstu skrefum í embætti og nokkrir erlendir kvenþingmenn ræddu jafnframt við þær um hvernig þær hófu feril sinn í stjórnmálum.

Vigdís Finnbogadóttir og fleiri  kvenþjóðarleiðtogar í Alþingishúsinu

Á miðvikudag héldu samtök kvenþjóðarleiðtoga, sem Vigdís Finnbogadóttir stofnaði, fund í Alþingishúsinu.  

Forseti Alþingis ásamt erlendum þingforsetum

Á sama tíma átti Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, fund með yfir 20 erlendum þingforsetum.

Nánari upplýsingar um heimsþingið er að finna á vef WPL.

Ljósmyndir:©Bragi Þór Jósefsson, fyrir utan ljósmyndirnar af afhendingu viðurkenninga á þingi WPL í Hörpu.