9.7.2024

Leiðtogafundur NATO þingsins í Washington D.C.

Birgir Ármannson, forseti Alþingis, og Njáll Trausti Friðbertsson, formaður Íslandsdeildar NATO-þingsins, sóttu leiðtogafund NATO þingsins sem haldinn var í Bandaríkjaþingi í dag, 9. júlí, í tilefni 75 ára afmælis Atlantshafsbandalagsins.

Í ávarpi sínu lagði forseti Alþingis áherslu á mikilvægi aðildar Íslands að Atlantshafsbandalaginu sem er, ásamt varnarsamningnum við Bandaríkin, hornsteinn í þjóðaröryggisstefnu Íslands sem samþykkt var með ályktun Alþingis 2016 og endurskoðuð 2023. Þá fagnaði hann aðild Svíþjóðar og Finnlands að bandalaginu og fordæmdi harðlega ólöglegt innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Lagði Birgir áherslu á að brýnt væri að tryggja öryggi landsins og greindi frá ályktun Alþingis um langtímastuðning við Úkraínu sem samþykkt var af Alþingi í mars sl.

Stoltenberg

Norrænir þingforsetar með Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóra NATO.

Í aðdraganda leiðtogafundar átti forseti Alþingis tvíliða fund með forseta Úkraínuþings, Ruslan Stefanchuk. Ræddu þeir stöðuna í innrásarstríði Rússlands og fordæmdi forseti Alþingis sérstaklega árásir á innviði og óbreytta borgara, nú síðast eldflaugaáras á barnaspítala í Kænugarði. Stefanchuk þakkaði Alþingi og íslensku þjóðinni hlýhug og ítrekaði nauðsyn áframhaldandi stuðnings bandamanna.

Stefanchuk_1720536589761

Birgir Ármannsson fundaði með úkraínskum starfsbróður, Ruslan Stefanchuk.

Sendiherra

Birgir Ármannsson og Njáll Trausti Friðbertsson með Bergdísi Ellertsdóttur, sendiherra Íslands í Bandaríkjunum.