1.11.2022

Norðurlandaráðsþing í Helsinki

Þing Norðurlandaráðs stendur nú yfir í Helsinki. Frá Íslandi taka þátt alþingismennirnir Ásmundur Friðriksson, Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Oddný G. Harðardóttir og Orri Páll Jóhannsson.Auk hinna 87 fulltrúa sem sitja í Norðurlandaráði taka fjölmargir norrænir ráðherrar þátt í þinginu. Meðal annars er haldinn fundur norrænu forsætisráðherranna ásamt oddvitum landsstjórna Grænlands, Færeyja og Álandseyja. Auk þess funda utanríkisráðherrar, umhverfis- og loftslagsráðherrar og menningarmálaráðherrar.

Fulltruar-Islands-a-Nordurlandaradsthingi-2022

Fulltrúar Íslands á Norðurlandaráðsþingi í Helsinki 2022: Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Hanna Katrín Friðriksson, Katrín Jakobsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Bryndís Haraldsdóttir, Guðmundur Ingi Kristinsson, Orri Páll Jóhannsson og Ásmundur Friðriksson. © Johannes Jansson/norden.org

Nordurlandaradsthing-Helsinki-2022-salurSéð yfir þingsalinn í finnska þinginu, Eduskunta. © Johannes Jansson/norden.org

Eduskunta_finnska-thingid

 

Eduskunta, þinghúsið í Helsinki. © Magnus Fröderberg/norden.org

Nordurlandaradsthing-Helsinki-2022

 

Norrænu fánarnir í öndvegi á þingi Norðurlandaráðs. © Magnus Fröderberg/norden.org