29.10.2019

Norrænir þingforsetar funda í Stokkhólmi

Forsetar norrænu þjóðþinganna funduðu í dag í tengslum við Norðurlandaráðsþing í Stokkhólmi. Gerðu þeir grein fyrir því sem efst er á baugi í þjóðþingunum og deildu reynslu af viðfangsefnum og áskorunum í þingstörfunum. Þá kom á fund þeirra aðalráðgjafi Norðurlandráðs í málum tengdum stjórnsýsluhindrunum og flutti kynningu á stöðu mála, en markmiðið er að tryggja að Norðurlöndin geti verið eitt atvinnu- og búsetusvæði. 

Forsetar norrænu þjóðþinganna

Ljósmynd © Riksdagen
Forsetar norrænu þjóðþinganna.