3.5.2012

Fundur þingmannanefndar EES á Akureyri 3.-4. maí

Þingmannanefnd EES kemur saman til 38. fundar síns á Akureyri 3.-4. maí. Helstu mál fundarins eru framkvæmd EES-samningsins, úttektir einstakra ríkja og framkvæmdastjórnar ESB á EES-samningnum, og Hvítbók um samgöngumál í Evrópu. Auk þess mun þingmannanefndin heimsækja Háskólann á Akureyri og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar.

Af hálfu Íslandsdeildar þingmannanefnda EFTA og EES sækja fundinn þau Árni Þór Sigurðsson formaður, Skúli Helgason, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigmundur Ernir Rúnarsson og Þorgerður K. Gunnarsdóttir.