16.3.2012

Norrænn undirbúningsfundur fyrir 126. þing Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU)

Helstu umræðuefni fundarins voru m.a. aðgengi að heilbrigðisþjónustu með áherslu á konur og börn, dreifing valds en ekki eingöngu auðs í heiminum og þann lærdóm sem draga má af atburðum síðustu mánaða í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. Fundinn sóttu fyrir hönd Íslandsdeildar, Þuríður Backman, formaður, Árni Páll Árnason, varaformaður, og Einar K. Guðfinnsson.