12.11.2010

Ársfundur NATO-þingsins 12.-16. nóvember

NATO-þingið kemur saman til ársfundar í Varsjá 12.–16. nóvember 2010. Þar verða tekin til umræðu málefni sem eru ofarlega á baugi innan Atlantshafsbandalagsins, t.d. framtíðarstefna bandalagsins, aðgerðir NATO í Afganistan og samskipti NATO við Rússland, orkuöryggi og leiðir til að hefta útbreiðslu kjarnavopna. Einnig verður rætt um öryggismál a norðurskautssvæðinu og hlutverk NATO.

Af hálfu Íslandsdeildar NATO-þingsins sækja fundinn Björgvin G. Sigurðsson formaður, Ragnheiður Elín Árnadóttir varaformaður og Birgitta Jónsdóttir.