8.6.2010

Þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins 8.-9. júní og norrænu ráðherranefndarinnar 10. júní um fiskveiðistjórnun

Árleg þemaráðstefna Vestnorræna ráðsins fór fram á Sauðárkróki dagana 8.-9. júní 2010. Sjávarútvegsráðherrar Vestur-Norðurlandanna tóku þátt í fundinum auk sérfræðinga sem fjölluðu um fiskveiðistjórnunarkerfin á Vestur-Norðurlöndunum, gerðu á þeim samanburð og fóru yfir kosti þeirra og galla.

Í tengslum við þemaráðstefnuna hélt Norræna ráðherranefndin ráðstefnu í Þórshöfn í Færeyjum hinn 10. júní í samvinnu við Vestnorræna ráðið um fiskveiðistjórnunarkerfi. Fyrir hönd Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins sóttu ráðstefnurnar Ólína Þorvarðardóttir formaður, Árni Johnsen, Ásmundur Einar Daðason og Sigurður Ingi Jóhannsson auk þess sem Helgi Hjörvar, forseti Norðurlandaráðs, sótti þemaráðstefnuna á Sauðárkróki.